top of page

Um Okkur

Stúdíóið okkar var stofnað í febrúar 2016. Við erum með fullbúið stúdíó sem býður upp á einka- dúó- og hóptíma. Kennarar stúdíósins eru klassískt menntaðir, þar sem meistarakennarar þeirra lærðu hjá Romana Kryzanowska arftaka Joseph H. Pilates. Stúdíóið er staðsett á frábærum stað í Reykjavík með næg bílastæði. Bjart og opið rými þar sem allir eru velkomnir.

Teachers

Kennarar

2016_10_21_20_55_43_untitled_0157_edited.jpg
Elín Ósk Jónsdóttir

Mikil íþróttakona sem iðkar golf og hlaup með pilatesinu. Byrjaði snemma í íþróttum og hefur þjálfað börn í frjálsum íþróttum og starfað sem einkaþjálfari og hóptímakennari í líkamsræktarstöðvum. 

Elín Ósk lærði pilates hjá meistarakennara sínum Michael Rooks í Washington DC. Hún útskrifaðist sem klassískur pilateskennari frá Heritage pilates árið 2015.

Hún er annar eigandi Eldrún Pilates Stúdíó.

elinoskjons@gmail.com

roll_like _a_ball.jpeg
Heiðrún Halldórsdóttir

Stundaði og kenndi fimleika á yngri árum. Byrjaði snemma í hestum og hefur unnið sem tamningakona. Æfði dans og árið 2008 útskrifaðist hún sem ´Pilates and dance conditioning instructor´ frá Orange Coast College í Californiu. 

Heiðrún útskrifaðist sem klassískur pilateskennari frá Romanas pilates árið 2012. Hún lærði í Champagne Illinois hjá meistarakennara sínum Janice Dulak sem er einnig frumkvöðull pilates for dressage®(Knapa pilates). Árið 2019 útskrifaðist hún með full kennararéttindi, pilates for dressage®. 

Hún er yfirkennari nema á Íslandi hjá meistarakennurunum Marjorie Oron, Den Haag Hollandi, og Janice Dulak, Champaign illinois í Bandaríkjunum, fyrir Romanas pilates. 

Hún er annar eigandi Eldrún pilates studio & eigandi PILATESHeidrun.com

pilatesheidrun@gmail.com

ragga_edited.png
Ragnhildur Sveinsdóttir

Ragnhildur er mikil íþróttakona sem hugsar vel um heilsuna. Hún hefur stundað íþróttir frá unga aldri, meðal annars fimleika, jaszzballet, knattspyrnu og hestaíþróttir og einnig hefur hun stundað golf síðastliðin ár. Hún hefur búið erlendis síðastliðin 25 ár og verið viðloðin knattspyrnuheiminum öll þau ár og öllu sem því fylgir. Ragnhildur kynntist pilatesinu í Barcelona og hefur stundað pilates í um 12 ár og eftir að pilatesið tók hug hennar allan ákvað hún að fara í diplomanám í classical pilates og útskrifaðist frá Exhale pilates í Lundúnum núna 2024 undir handleiðslu Gaby Noble og Sonjé Mayo, sem lærði hjá sjálfum Joe Pilates. Ragnhildir hefur einnig tekið mörg workshop og meðal annars hjá Chris Robinson sem lærði undir Romana og Jay Grimes. Ragnhildir hefur kennt pilates síðastliðin 2 ár í Sviðþjoð en hefur nú flutt heim.

raggasveins@gmail.com 

Contact

Hafðu Samband

Eldrún pilates studio
 

Skipholt 50b, 105 Reykjavík

eldrunpilates@gmail.com

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page