Hótel Örk Hveragerði
Hóptímar kenndir á dýnum, einnig er notast við magic circle, vegg ofl.
Ný námskeið
Hefjast 17. Mars
Intermediate - Advance
Á þessu námskeiði er farið í hjarta pilates æfingarkerfinsins, eða svokallaðar 'Intermediate' æfingar ásamt því að gerðar eru meira krefjandi æfingar sem ætlaðar eru fyrir lengra komna. Það er unnið með allann líkamann útfrá svokölluðu 'power house' sem er kjarnstyrkur líkamans: mitti, mjaðmir og læri.
Þetta námskeið henntar öllum þeim sem hafa farið í pilates áður og kunna grunnæfingar kerfisins. Einnig fyrir þá sem hafa góða líkamsmeðvitund og eru í góðu formi.
Pilates eykur liðleika og býr til langa granna vöðva ásamt því að koma á jafnvægi milli styrks og liðleika. Bætir líkamsstöðu og eykur vellíðan. Á þessu námskeiði eru gerðar krefjandi æfingar en það eru alltaf nokkrar útgáfur í boði svo hver og einn getur unnið útfrá eigin getu.
Mars - Apríl
Mánudaga & miðvikudaga kl. 18:00 - 18:55
Hefst 17. mars - 16. Apríl
Verð 32.500 kr
Innifalið í verði er aðgangur að sturtuaðstöðu, heitum pottum og sundlaug.
Vek einnig athygli á því að hægt er að skrá sig á hluta úr námskeiði.


Basic - Intermediate
Farið er yfir grunn- og kjarnæfingar pilates kerfisins og lögð áhersla á styrk í djúpvöðvum mittis og mjaðma.
Þetta námskeið henntar öllum þeim sem vilja öðlast dýpri styrk og sveigjanleika. Æfingarnar henta bæði þeim sem eru að byggja sig upp og einnig fyrir þá sem vilja dýpka skylninginn á pilates kerfinu.
Pilates eykur liðleika og býr til langa granna vöðva ásamt því að koma á jafnvægi milli styrks og liðleika. Bætir líkamsstöðu og eykur vellíðan.
Mars - Apríl
Mánudaga & miðvikudaga kl. 19:00 - 19:55
Hefst 17. mars - 16. Apríl
Verð 32.500 kr
Innifalið í verði er aðgangur að sturtuaðstöðu, heitum pottum og sundlaug.
Vek einnig athygli á því að hægt er að skrá sig á hluta úr námskeiði.
Eftir meðgöngu(án barns)
Námskeiðið er ætlað konum eftir meðgöngu og konum sem vilja byggja sig upp á rólegan og öruggan máta. Svo sem þeim sem eru að glíma við stoðkerfis verki eða orkuleysi.
Til þess að geta skráð sig á námskeiðið verða að vera liðnar minnst 4-6 vikur frá fæðingu og ef framkvæmdur var keisari verða að hafa liðið minnst 6-8 vikur. Einnig er ráðlagt að fá mat frá faglærðum ef um erfiða fæðingu var að ræða. En allar konur sem eru velkomnar burt sé frá því hvort þú hafir átt barn eða ekki, þetta eru frábærir tímar til þess að koma kroppnum í form á rólegan og öruggan hátt.
Námskeiðið er sérhannað fyrir konur til þess að hjálpa líkamanum að koma til baka eftir barnsburð á öruggan og skilvirkan hátt. Það er einungis ætlað fyrir móðurina. Farið er yfir atriði líkt og hvernig skal byrja að styrkja kviðvöðva, þar sem hætta er á að, ef of geist er farið af stað geta kviðvöðvar opnast sundur í stað þess að dragast saman líkt og á að gerast frá náttúrunar hendi. Einnig er mikil áhersla lögð á að styrkja grindarbotn, líkamsstöðu og að styrkja hand- og fótleggi sem er nauðsynlegt fyrir nýbakaðar mæður.
Ég er búin að vera að hanna þetta námskeið frá árinu 2019 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég hélt dagbók og hef sjálf verið á námskeiðum og aflað mér upplýsingar um líkama kvenna eftir meðgöngu. Ég er nú tveggja barna móðir og hefur pilates hjálpað mér gríðarlega með minn líkama. Svo ég er mjög spennt að fá að hjálpa konum í gegnum þetta ferli að koma kroppnum í topp stand aftur og ekki bara fyrir líkamlega heilsu heldur andlega sem gerir okkur að enn betri mömmum :)
Ég mun gefa persónulegar ráðleggingar varðandi líkama hvers og eins eftir minni bestu getu, en ég hef kennt pilates sem aðalstarf síðan 2008. Ásamt því verða stuttar umræður og ráðleggingar varðandi það að koma líkamanum í form aftur.
Námskeið er í pásu.
A.T.H.
Hægt er að hafa samband við mig fyrir tíma/námskeið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja fá mig eða koma til mín í tíma og fá myndband með æfingu til að gera heima.
Hafið samband fyrir allar nánari upplýsingar.

Innifalið
Sturtuaðstaða
Heitir pottar
Sauna
Sundlaug

Staðsetning
