top of page

Pilates

2016_10_21_18_36_41_untitled_0028-Edit.jpg
2017_02_25_15_25_07_untitled_0001.jpg

Hvað er pilates?

Pilates er æfingakerfi sem reynir á hug og líkama, þróað af þýska líkamsræktarfrumkvöðlinum Joseph H. Pilates sem kerfið er nefnt eftir. Pilates kallaði kerfið sjálfur Contrology. 

 

Þetta kerfi er ólíkt öðrum styrktarþjálfunarkerfum sem þú gætir kannast við. Það  byggir upp langa, granna vöðva ólíkt kerfum sem byggja upp stóra vöðva en endanlegur ávinningur er ekki svo ólíkur. Þrátt fyrir að pilates byggi ekki upp stóra vöðva getur það byggt upp góðan grunn fyrir íþrótta- og afreksfólk og jafnvel minnkað líkur á meiðslum. 

 

Þrátt fyrir að pilateskerfið sé tæplega 100 ára gamalt bætast iðkendur við í stórum stíl. Ein helsta ástæða fyrir þessum vinsældum er að hægt er að aðlaga kerfið að líkama hvers og eins, burt séð frá aldri, kyni, heilsu, og getu. 

Pilates principles

Centering - concentration - control - precision - breath- flow

Ávinningur

  • Minni verkir

  • Sterkari djúpvöðvar

  • Bætt líkamsstaða

  • Aukinn liðleiki

  • Betra jafnvæg og samhæfing

  • Meiri líkamsmeðvitund

  • Bætt öndun

  • Betri andleg og líkamleg heilsa

imagination - Intuition - Intelligence - memory - will

Principles of the mind 

  • Facebook
  • Instagram

​© 2023 Eldrún pilates studio. Skipholt 50b, 105 Reykjavík.

bottom of page